Eignast aldrei meira en 10%

Íslandsbanki mun aldrei koma til með að eiga meira en 10% hlut í Byr sparisjóði. Samkvæmt lögum um sparisjóði má enginn einn aðili eiga meira en 10% hlut eða fara með meira en 5% atkvæða á fundum. Með svo dreifðu eignarhaldi og takmörkun á atkvæðagreiðslu er tryggt að enginn einn stofnfjáreigandi geti haft ráðandi hlut.  

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag var stofnfjáraukning Byr sparisjóði í desember 2007 fjármögnuð af Glitni og voru lán vegna aukningarinnar tryggð með veðum í stofnfjárhlutum stofnfjáreigenda. Skilja mátti fréttina þannig að Íslandsbanki gæti eignast Byr til fulls, þar sem lán vegna umræddrar stofnfjáraukningar eru nú hjá Íslandsbanka. Rétt er að árétta að Glitnir bauð öllum stofnfjáreigendum að fjármagna stofnfjáraukninguna, fjármögnun hennar var hins vegar með ýmsum hætti. Ýmist áttu stofnfjáreigendur lausafé til fjármögnunar eða fengu lán hjá öðrum fjármálafyrirtækjum.

Í fréttinni segir að stofnfjáraukning upp á 26,2 milljarða hafi verið forsenda þess að greiddur var arður upp á 13,5 milljarða til stofnfjáreigenda í apríl 2008. Vegna athugasemda frá Byr sparisjóði er rétt að árétta að ekki lá fyrir hver arðgreiðslan yrði þegar stofnfjáraukningin var ákveðin þar sem ársuppgjör vegna 2007 lá ekki fyrir. Þess ber þó að geta að umrædd stofnfjáraukning átti sér stað í desember 2007.

Arðgreiðslan til þeirra stofnfjáreigenda sem fjármögnuðu aukningu sína með lánum var notuð til þess að greiða af þeim lánum eftir greiðslu fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Byr sparisjóði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK