Icelandair Group stendur við pöntun

Boeing 787 Dreamliner var frumsýnd í Seattle á síðasta ári.
Boeing 787 Dreamliner var frumsýnd í Seattle á síðasta ári. AP

Icelandair Group, móðurfélag flugfélagsins Icelandair, hefur engin áform um að hætta við kaup á fjórum Boeing 787 Dreamliner flugvélum þrátt fyrir erfitt rekstarumhverfi og fjármálakreppuna á Íslandi. Hver flugvél kostar 166 milljónir dala, jafnvirði nærri 20 milljarða króna á núverandi gengi.

Flugfélög hafa að undanförnu afpantað flugvélar, bæði hjá Boeing og Airbus og einnig hefur dregið mikið úr nýjum pöntunum. En Reutersfréttastofan hefur eftir Sigþór Einarssyni, aðstoðarforstjóra Icelandair Group, að félagið ætli að standa við pantanir sínar á nýjum vélum.

Sigþór segir, að rekstarskilyrði séu erfið og ómögulegt sé að segja til um hvenær betri tíð kemur. „Það er milljón dala spurningin," segir hann. „Við reiknum með að næsti vetur verði jafn erfiður og þessi." 

Sigþór segir að Icelandair Group hafi þegar gert samning um að leigja fyrstu Dreamlinervélina út og þar með hafi fjármögnun kaupanna verið tryggð. Upphaflega átti að afhenda vélina árið 2010 en framleiðslan hefur tafist og nú er ekki von á vélinni fyrr en 2012 eða 2013. 

Icelandair Group á að byrja að greiða af næstu vélinni í byrjun ársins 2011. „Svo við höfum engar áhyggjur af því," segir Sigþór.

Hann segir, að félagið hafi einnig skoðað flugvélar af gerðinni Sukhhoi Superjet 100, sem rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhhoi framleiðir. Ekki hafi hins vegar verið lagðar fram ákveðnar pantanir.   Um er að ræða litlar farþegaflugvélar sem taka 75-95 farþega í sæti og þykja sparneytnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK