Steingrímur: Góð vaxtakjör nauðsynleg

Jón Þórisson forstjóri VBS
Jón Þórisson forstjóri VBS Mbl.is

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að góð kjör á lán­um til VBS og Saga Capital hafi verið for­senda þess að skuld­in feng­ist end­ur­greidd.  Með góðum kjör­um sé verið að gera fyr­ir­tækj­un­um kleift að ráða við af­borg­an­ir af lán­un­um. Með því sé í reynd verið að reyna að tryggja að að ríkið geti end­ur­heimt þá fjár­muni sem um ræðir.

Samn­ing­ar fyr­ir­tækj­anna tveggja við rík­is­sjóð reisa þeim jafn­framt ýms­ar skorður. Meðal ann­ars er gert ráð fyr­ir því að fyr­ir­tæk­in auki ekki rekstr­ar­um­fang sitt og áhættu.

Eins og Morg­un­blaðið greindi frá í dag eru vaxta­kjör vegna lána­samn­inga rík­is­sjóðs við VBS fjár­fest­ing­ar­banka og Saga Capital fjár­fest­ing­ar­banka afar hag­stæð, en um er að ræða tvö pró­sent verðtryggða vexti.

Fyr­ir­tæk­in náðu samn­ingn­um við rík­is­sjóð vegna 41 millj­arða skuld­ar sem varð til í end­ur­hverf­um viðskipt­um þeirra við Seðlabanka Íslands. 26 millj­arðar hjá VBS og 15 millj­arðar hjá Saga Capital, en rík­is­sjóður tók yfir skuld­ina frá Seðlabank­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka