Vextir lána til VBS og Saga tvö prósent

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital mbl.is/Skapti

Saga Capital og VBS fjár­fest­ing­ar­banki þurfa að greiða tvö pró­sent verðtryggða vexti af láni sem fyr­ir­tæk­in fá frá rík­is­sjóði vegna svo­kallaðra end­ur­hverfra viðskipta fyr­ir­tækj­anna við Seðlabanka Íslands, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyt­inu.

VBS skuld­ar rík­is­sjóði 26 millj­arða króna vegna þess­ara viðskipta en Saga Capital skuld­ar hon­um fimmtán millj­arða króna. Fyr­ir­tækj­un­um var gert eitt til­boð um lán á of­an­greind­um kjör­um til sjö ára sem þeim var gert að annaðhvort taka eða hafna. Það var ekki umsemj­an­legt af hálfu rík­is­ins. Með þessu von­ast rík­is­sjóður til þess að fá of­an­greind­ar kröf­ur sín­ar að fullu greidd­ar.

Fyr­ir­tæk­in tvö geta síðan nú­virt lán­in miðað við það sem þau telja eðli­leg­an lán­töku­kostnað og fært sem eig­in­fé. Það eig­in­fé verða þau síðan að af­skrifa á láns­tím­an­um, eða á sjö árum.

Saga Capital og VBS eru einnig sett­ar ákveðnar skorður varðandi rekst­ur fyr­ir­tækj­anna sam­kvæmt lána­samn­ing­un­um til að tryggja hags­muni rík­is­ins og auka lík­ur þess á fullri end­ur­heimtu. Meðal ann­ars ger­ir fjár­málaráðuneytið ekki ráð fyr­ir því að lánið verði til þess að fyr­ir­tæk­in tvö auki rekst­ar­um­fang sitt með áhætt­u­r­ekstri.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK