Þegar Álandsbanki tilkynnti í dag um að gengið hefði verið frá kaupum á Kaupþingi í Sviþjóð kom í ljós að greiða þurfti sex prósentum minna fyrir bankann en upphaflega hafði verið tilkynnt.
Stærð efnahagsreiknings Kaupþings í Svíþjóð var 5 milljarðar sænskra króna. Kaupverðið var 388 millónir sænskra króna í reiðufé, jafnvirði 5,7 milljarða islenskra króna, en sú upphæð kann að verða lagfærð, að því er segir á fréttavef Affärsvärlden sem vitnar í tilkynningu frá bankanum. Áður hafði verið tilkynnt að kaupverðið væri 414 milljónir sænskra króna.