Eiginhlutfall SPRON ekki undir 8%

Fyrrverandi stjórn og forstjóri SPRON segja í yfirlýsingu, að ummæli seðlabankastjóra um að eigið fé SPRON hafi verið uppurið á síðasta ári, séu röng. Þá sé heldur ekki rétt hjá fjármálaráðherra, að eigið fé SPRON hafi farið niður fyrir 8% á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Í gær hélt seðlabankastjóri því opinberlega fram að eigið fé SPRON hafi verið uppurið um páskana á síðasta ári. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi s.l. mánudag að eigið fé SPRON hafi farið niður fyrir 8% á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Þessi ummæli eru röng. Samkvæmt árshlutareikningi sparisjóðsins þann 31. 3. 2008 nam eigið fé SPRON 17,8 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfallið 14,1%.

Stjórn SPRON harmar að opinberir aðilar þurfi að grípa til rangfærslna til þess að réttlæta gjörðir sínar. Það var öllum ljóst að staða SPRON var erfið og hefur verið um nokkurn tíma. Það er hins vegar jafnljóst að lausn var í sjónmáli sem hefði tryggt rekstrargrundvöll sparisjóðsins. Hefðu stjórnvöld veitt sparisjóðnum sambærilega fyrirgreiðslu og þeir veittu öðrum fjármálafyrirtækjum þá væri staða SPRON og starfsmanna ekki sú sem hún er í dag.

Fyrrverandi stjórn og forstjóri SPRON."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK