Eignir SPRON freista Føroya banka

Fulltrúar Føroya banka ræða við skilanefnd SPRON í dag.
Fulltrúar Føroya banka ræða við skilanefnd SPRON í dag. mbl.is/Dagur

Fulltrúar frá Føroya banka munu í dag ræða við skilanefnd SPRON um hugsanleg kaup á tilteknum eignum sparisjóðsins. Samkvæmt heimildum mbl.is koma þeir til landsins til viðræðnanna í dag. Meðal eigna SPRON sem eru til sölu eru útibú. Skila á bindandi tilboðum um helgina.

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar, sagði í samtali við mbl.is í morgun að sextán aðilar hefðu lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar einingar sem tilheyrðu SPRON. Færri en tíu þeirra yrðu kallaðir á fund skilanefndir í dag til að kanna grundvöll þess þeir skili inn bindandi tilboðum. Tilboð hefðu borist í Netbankann, SPRON verðbréf og útibú sem dæmi.

Formaður skilanefndar sagði að unnið yrði að málinu í dag og um helgina. Engin tímamörk hefðu verið sett hvenær niðurstaða lægi fyrir. Hins vegar gæti niðurstaða verið komin á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka