Erfitt framundan hjá lífeyrissjóðum

Auk­in áhættu­fælni og lækk­andi raun­vext­ir munu gera líf­eyr­is­sjóðum erfitt fyr­ir með að viðhalda nauðsyn­legri raunávöxt­un á næstu miss­er­um og árum, seg­ir Pét­ur Blön­dal alþing­ismaður.

Fall bank­anna síðasta haust hef­ur valdið líf­eyr­is­sjóðakerf­inu mikl­um búsifj­um. Inn­lend hluta­bréfa­eign þeirra er því sem næst horf­in og svipaða sögu er að segja um fjár­fest­ing­ar í skulda­bréf­um banka og stór­fyr­ir­tækja.

Af­leiðing­in er sú að raunávöxt­un líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins var af­leit á síðasta ári og munu sum­ir sjóðir þurfa að skerða líf­eyr­is­rétt­indi sjóðfé­laga til framtíðar.

„Auk mögu­legr­ar skerðing­ar rétt­inda verður að horfa til þró­un­ar und­an­far­inna ára,“ seg­ir Pét­ur. „Líf­eyr­ir fé­laga í al­menn­um líf­eyr­is­sjóðum er verðtryggður miðað við vísi­tölu neyslu­verðs, sem hef­ur hækkað minna en launa­vísi­tal­an und­an­far­in ár. Hafa líf­eyr­isþegar því dreg­ist aft­ur úr launþegum og horfa nú fram á enn frek­ari skerðingu rétt­inda.“

Til að viðhalda greiðslu­getu sinni til lengri tíma er miðað við að líf­eyr­is­sjóðir þurfi að ná að meðaltali 3,5% raunávöxt­un á ári. Miðað við bráðabirgðatöl­ur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hef­ur raunávöxt­un síðustu tíu ár hins veg­ar verið 2,5%, sem er tölu­vert und­ir þessu marki. „Auk­in áhættu­fælni sam­fylgj­andi lækk­un raun­vaxta mun gera líf­eyr­is­sjóðum erfiðara fyr­ir en ella að halda ná 3,5% mark­miðinu á næstu árum.“

Önnur spurn­ing, sem snýr að stöðu líf­eyr­is­sjóðanna í kjöl­far banka­hruns­ins, er sú að hve miklu leyti sjóðirn­ir eru bún­ir að af­skrifa fjár­fest­ing­ar í skulda­bréf­um banka og fyr­ir­tækja. Bene­dikt Jó­hann­es­son trygg­inga­sér­fræðing­ur seg­ist hafa lagt hart að stjórn­end­um líf­eyr­is­sjóða að horf­ast í augu við stöðuna og hika ekki við af­skrift­ir. „Mun betra er að klára nauðsyn­leg­ar af­skrift­ir núna í staðinn fyr­ir að þurfa að af­skrifa þær síðar á þessu ári eða því næsta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK