Erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum

Steingrímur. J. Sigfússon.
Steingrímur. J. Sigfússon. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að íslensk stjórnvöld vilji hvetja erlenda kröfuhafa íslensku bankanna að eignast hlut í nýju bönkunum. Endanleg ákvörðun hafi þó ekki verið tekin enn.

„Ein af hugmyndunum á bak við það að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum er að það myndi tryggja góð samskipti við alþjóðlega bankaheiminn," segir Steingrímur í samtali við Bloomberg fréttastofuna. „Við erum staðráðin í því, að heildarmyndin á endurskipulagningu alls bankakerfisins liggi fyrir á næstu vikum."

Bloomberg segir, að erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis, hafi síðan í október verið í óvissu um kröfur sínar, sem nema um 10,5 billjónum króna.

Steingrímur segir, að mestur áhugi erlendra kröfuhafa virðist vera á Kaupþingi og því yrði sennilega auðveldast að semja við kröfuhafa um að þeir eignist hlut í þeim banka á móti kröfunum.

Ríkisstjórnin bíður enn eftir skýrslu frá Deloitte & Touche um eignir og skuldir bankanna þriggja svo hægt verði að leggja mat á að hve miklu leyti eignir dugi fyrir skuldum. Steingrímur segir, að skýrslunnar sé að vænta eftir eina eða tvær vikur. Í kjölfarið á því verði hægt að leggja fram áætlun um hvernig farið verður með kröfur erlendu bankanna. 

„Ég held að það sé afar ólíklegt að við föllumst á að bankakerfið verði allt einkavætt og því verður niðurstaðan væntanlega einhver blanda þar sem lagt verði mat á hvern áfanga fyrir sig," segir Steingrímur.   

Hann segir, að aldrei megi leyfa íslenska bankakerfinu að vaxa eins og það gerði fyrir hrunið.  „Við verðum að horfa raunsætt á heildarstærð fjármálakerfisins í samanburði við stærð hagkerfisins. Það var alltaf fáránleg hugmynd, að örsmátt hagkerfi Íslands gæti staðið undir jafn risavöxnu bankakerfi og raun bar vitni."

Steingrímur segir, að íslenska bankakerfið muni í framtíðinni einkennast af miklum gjaldeyrisvaraforða í hlutfalli við tiltölulega lítið bankakerfi.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK