Svipaður að stærð og Byr

mbl.is/Dagur

Færeyski bankinn Føroya Bank er ekki ósvipaður að stærð og Byr sparisjóður, ef miðað er við heildareignir hvors um sig í árslok 2008. Færeyski bankinn hefur lýst áhuga á að kaupa eignir SPRON hér á landi.

Samkvæmt ársreikningi Føroya Bank fyrir árið 2008 námu heildareignir í árslok um 10,1 milljarði danskra króna, jafnvirði um 218 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Heildareignir Byrs sparisjóðs námu á sama tíma um 253 milljörðum. Føroya Bank hagnaðist um 860 milljónir danskra króna í fyrra, sem svarar til tæplega 19 milljarða íslenskra króna. Byr sparisjóður tapaði hins vegar tæplega 29 milljörðum.

Banki í rúma öld

Føroya Bank var stofnaður árið 1906 og var hann þá útibúi danska bankans Landmandsbanken, sem varð síðar Danske Bank. Á þessum tíma var fyrir ein bankastofnun í Færeyjum, Føroya Sparikassi, sem nú heitir Eik. Báðir þessir bankar eru nú skráðir í Kauphöllinni á Íslandi, en viðskipti með hlutabréf Føroya Bank hófust í júní 2007. Bankinn er einnig skráður í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Í bankakreppunni sem gekk yfir Færeyjar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar sameinuðust Føroya Bank og þriðji færeyski bankinn, Sjóvinnubankinn, undir nafni þess fyrrnefnda en merki þess síðarnefnda. Báðir bankarnir höfðu farið illa út bankakreppunni eins og fjölmörg önnur fyrirtæki í eyjunum.

Áður en Føroya Bank var settur á markað var hann í eigu Financing Fund of 1992, sjóðs í eigu færeyskra stjórnvalda. Um 66% af hlutafé bankans var þá selt á markaði.

Føroya Bank er stærsti banki Færeyja og býður upp á alla almenna viðskiptabankaþjónustu. Höfuðstöðvarnar eru í höfuðstaðnum Þórshöfn en bankinn rekur 10 útibú víða um Færeyjar og eitt í Danmörku. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK