Krónan lækkar enn

Gengi krón­unn­ar hef­ur lækkað um nærri hálft pró­sent í dag. Frá 11. mars  hef­ur gengi krón­unn­ar lækkað sam­fellt og hef­ur öll raun­ar geng­is­styrk­ing­in sjö vik­urn­ar á und­an nú gengið til baka.

Gengi evr­unn­ar  er nú 161,70 krón­ur en var 141,30 krón­ur í lok dags 11. mars. Grein­ing Íslands­banka seg­ir, að þessi þróun sé Seðlabank­an­um vænt­an­lega nokk­urt áhyggju­efni enda hafi pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans lagt á það áherslu við síðustu vaxta­ákvörðun að mik­il­vægt væri að halda gengi krón­unn­ar stöðugu í ljósi þess hversu viðkvæm­ur efna­hag­ur heim­ila, fyr­ir­tækja og banka væri gagn­vart geng­is­sveifl­um. Geng­is­stöðug­leiki sé þannig yf­ir­lýst mark­mið pen­inga­stefn­unn­ar til skemmri tíma þótt verðbólgu­mark­miðið sé eft­ir sem áður lang­tíma­mark­mið henn­ar.

Íslands­banki seg­ir, að sterk­ar vís­bend­ing­ar séu um að Seðlabank­inn hafi haldið sig til hlés á gjald­eyr­is­markaði und­an­farn­ar vik­ur. Það sé at­hygl­is­vert  í ljósi þeirr­ar miklu áherslu sem bank­inn leggi á geng­is­stöðug­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka