Krónan lækkar enn

Gengi krónunnar hefur lækkað um nærri hálft prósent í dag. Frá 11. mars  hefur gengi krónunnar lækkað samfellt og hefur öll raunar gengisstyrkingin sjö vikurnar á undan nú gengið til baka.

Gengi evrunnar  er nú 161,70 krónur en var 141,30 krónur í lok dags 11. mars. Greining Íslandsbanka segir, að þessi þróun sé Seðlabankanum væntanlega nokkurt áhyggjuefni enda hafi peningastefnunefnd bankans lagt á það áherslu við síðustu vaxtaákvörðun að mikilvægt væri að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hversu viðkvæmur efnahagur heimila, fyrirtækja og banka væri gagnvart gengissveiflum. Gengisstöðugleiki sé þannig yfirlýst markmið peningastefnunnar til skemmri tíma þótt verðbólgumarkmiðið sé eftir sem áður langtímamarkmið hennar.

Íslandsbanki segir, að sterkar vísbendingar séu um að Seðlabankinn hafi haldið sig til hlés á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur. Það sé athyglisvert  í ljósi þeirrar miklu áherslu sem bankinn leggi á gengisstöðugleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka