Krónan veiktist lítillega í viðskiptum dagsins og stendur gengisvísitalan núna í 212 stigum sléttum, krónan veiktist því um 0,95%, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Þessi veiking skýrist af auknu útflæði gjaldeyris.
Fyrir tveimur vikum síðan veiktist krónan þegar greiddir voru vextir af nokkrum flokkum ríkisskuldabréfa, en vextir eru undanþegnir höftum samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Því hærri sem stýrivextir Seðlabankans eru, því meira er útflæði vegna vaxtagreiðslna sem stuðlar að veikingu krónunnar.