MP banki eignast SPRON

MP banki hefur keypt SPRON.
MP banki hefur keypt SPRON. mbl.is/ Árni Sæberg

Skila­nefnd SPRON samþykkti í dag til­boð MP banka í hluta úti­búa­nets og vörumerki SPRON og Net­bank­ann, nb.is Mar­geir Pét­urs­son, stjórn­ar­formaður MP banka, seg­ir að hægt verði að tryggja að minnsta kosti 45 störf með þessu. Kaup­verðið er tæp­lega 800 millj­ón­ir króna.

Mar­geir ætl­ar að viðhalda vörumerki SPRON, en fyr­ir­tækið nýt­ur mik­ill­ar vel­vild­ar al­menn­ings og hef­ur mælst hátt í Íslensku ánægju­vog­inni, sem mæl­ir af­stöðu al­menn­ings til fyr­ir­tækja, und­an­far­in ár. MP sæk­ir nú inn á viðskipta­banka­markaðinn, en fyr­ir­tækið fékk viðskipta­banka­leyfi á síðasta ári.

Útibú­in á Seltjarn­ar­nesi, í Borg­ar­túni og á Skóla­vörðustíg verða rek­in áfram und­ir merkj­um SPRON. MP banki á inn­lána­safn sem hann gæti fært þangað inn, en bank­inn þarf fyrst að færa spari­sjóðnum eigið fé.

„Inn­lán og efna­hag­ur SPRON og Net­bank­ans hafa þegar flust yfir til rík­is­banka, en viðskipta­vin­ir geta nú flutt sig til baka frá og með næsta mánu­degi. Sam­hliða er gerður samn­ing­ur um að þjón­usta við lán­tak­end­ur hjá SPRON og NB.is fari fram í þeim úti­bú­um sem munu halda áfram rekstri,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá MP banka.

Hlyn­ur Jóns­son, formaður skila­nefnd­ar SPRON, seg­ir að niðurstaðan sé mjög já­kvæð fyr­ir skila­nefnd­ina. Tek­ist hafi að bjarga verðmæt­um og tryggja hags­muni þeirra starfs­manna sem halda vinn­unni.

Fyr­ir helgi höfðu sex­tán aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa ein­stak­ar ein­ing­ar sem til­heyrðu SPRON. Meðal þeirra var fær­eyski bank­inn Føroya Bank og VBS fjár­fest­ing­ar­banki, auk MP banka.

All­ar inn­stæður hafa færst til Nýja Kaupþings og hef­ur átt sér stað full­kom­in eigna­yf­ir­færsla inn­stæðna. Þeir sem voru í viðskipt­um við gamla SPRON eru í reynd viðskipta­vin­ir Kaupþings í dag.

Margeir Pétursson.
Mar­geir Pét­urs­son. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK