Hlutabréf seld úr búum banka og Baugs

Debenhams á Oxford stræti í Lundúnum.
Debenhams á Oxford stræti í Lundúnum. Reuters

Hlutabréf í breskum verslunarkeðjum, sem áður voru í eigu Kaupþings og Baugs, hafa nú verið sett í sölumeðferð í Bretlandi. Er m.a. verið að selja 1,6% hlut í verslunarkeðjunni J. Sainsbury, sem áður var í eigu Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings, og 13% hlut í Debenhams, sem var eigu Baugs Group.

Bloomberg fréttastofan segir, að salan á hlutabréfunum í Sainsbury sé að undirlagi Ernst & Young, sem hefur umsjón með búi Singer & Friedlander.

Sainsbury er þriðja stærsta stórverslunarkeðja Bretlands. Um er að ræða eignarhlut, sem áður var í eigu kaupsýslumannsins Roberts Tchenquiz. Kaupþing leysti hlutinn til sín 8. október þegar bankinn gerði veðkall hjá Tchennquiz.  Bloomberg segir, að Kaupþing hafi reynt þann 8. október, sama dag og breska fjármálaeftirlitið setti Singer & Friedlander í greiðslustöðvun, að selja 10% hlut í Sainsbury. Ekki hafi komið fram hver átti þann hlut.

Gengi hlutabréfa Sainsbury hafði hækkað um 0,8% um miðjan dag í dag. 

Þá staðfesti breski HSBC bankinn, að hann hefði í dag sett 13,1% hlut í Dembenhams í sölumeðferð. Um væri að ræða bréf, sem Landsbankinn hefði leyst til sín þegar Baugur Group í Bretlandi fór í greiðslustöðvun. 

Gengi hlutabréfa í Debenhams, sem hafa hækkað töluvert í verði á síðustu þremur mánuðum, lækkuðu hins vegar um 9,3% í dag. 

Reutersfréttastofan hefur eftir sérfræðingum, að salan á hlutabréfunum auki líkur á að Debenhams nái að afla nýs hlutafjár til að minnka skuldir, sem námu 994 milljónum punda um mitt síðasta ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK