85 milljarðar í kaupaukagreiðslur

Swedbank greiddi starfsmönnum sínum 950 milljónir sænskra kr. í kaupauka.
Swedbank greiddi starfsmönnum sínum 950 milljónir sænskra kr. í kaupauka. Reuters

Fjórir stærstu bankar Svíþjóðar greiddu starfsmönnum sínum 5,7 milljarða sænskra króna (sem samsvarar um 85 milljörðum íslenskra kr.) í kaupaukagreiðslur í fyrra. Þetta var gert þrátt fyrir að verðmæti eigna bankanna hafi skroppið verulega saman. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter.

Fram kemur í blaðinu að Nordea, SEB, Swedbank og Handelsbanken hafi aðallega greitt starfsmönnum sem störfuðu við verðbréfa- og skuldabréfaviðskipti kaupauka.

Nordea er sagður hafa greitt mest, eða 2,3 milljarða sænskra króna.

SEB kemur næstur á eftir, en bankinn greiddi 2,2 milljarða sænskra króna í bónusgreiðslur. Swedbank greiddi út 950 milljónir sænskra kr. í kaupauka.

Starfsmenn Handelsbanken fengu um 280 milljónir sænskra kr. í kaupauka.

Hagsmunasamtök sænskra fjármálafyrirtækja hafa gagnrýnt það að fáir starfsmenn hafi fengið greiddar svo háar fjárhæðir sem raun beri vitni.

Þau segja að það sé nauðsynlegt að kaupaukakerfið verði endurskoðað. Ekki síst í ljósi núverandi ástands.

Hagnaður bankanna fjögurra dróst verulega saman á síðasta ársfjórðungi 2008. Margir þeirra neyddust til að leita leiða til að styrkja höfuðstólinn á meðan sumir lækkuðu eða hættu jafnvel við allar arðgreiðslur til almennra hluthafa.

Swedbank náði samkomulagi við sænsk stjórnvöld sem tryggja eigur og innistæður bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK