Lífeyrissjóður starfsmanna BÍ með jákvæða stöðu

Af þeim lífeyrissjóðum, sem ekki njóta ábyrgðar launagreiðenda, var Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. (LSBÍ), sem rekinn er af Eignastýringu Nýja Kaupþings, sá eini sem var með jákvæða tryggingafræðilega stöðu í lok árs 2008 samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins.

Trygginagafræðileg staða sjóðsins, þ.e. eignir umfram heildarskuldbindingar, var 5,9% í lok árs 2008 sem endurspeglar sterka tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Til samanburðar var tryggingafræðileg staða 0,3% í lok árs 2007 og hefur hún því batnað verulega á milli ára.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir, að sterk tryggingafræðileg staða skýrist fyrst og fremst af því að eignir sjóðsins hækkuðu meira en skuldbindingar á árinu, en réttindi og lífeyrir sjóðfélaga taka breytingum m.v. þróun launavísitölu. Sjóðurinn skilaði 11% nafnávöxtun eða -4,6% raunávöxtun árið 2008.

Góða ávöxtun megi rekja til varfærinnar fjárfestingarstefnu og aðgerða í  eignastýringu sjóðsins sem miðuðu að því að minnka enn frekar áhættu í eignasafni sjóðsins.

Eignir LSBÍ voru um síðustu áramót tæpir 14 milljarðar og fjöldi sjóðfélaga var um 530. Sjóðfélagar eru fyrrverandi starfsmenn Búnaðarbanka Íslands en hluti þeirra starfar nú hjá Nýja Kaupþingi.

Yfirlit Fjármálaeftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK