OECD birtir skattaskjólalista

00:00
00:00

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, birti í kvöld lista yfir þau ríki, sem skil­greind eru sem skatta­skjól og hafa ekki gert sig lík­leg til að virða alþjóðleg­ar viðmiðanir um upp­lýs­inga­gjöf.

Er þetta gert í kjöl­far sam­komu­lags sem náðist á leiðtoga­fundi G20 ríkj­anna í Lund­ún­um í kvöld og fel­ur í sér að gripið verði til aðgera gegn slík­um ríkj­um. OECD seg­ir að fjög­ur ríki séu nú á þess­um svarta lista: Kosta Ríka, Malas­íu, Fil­ipps­eyj­ar og Úrúg­væ

Þá birti OECD lista yfir 38 ríki, sem hafa heitið því að upp­fylla alþjóðleg­ar skatta­kröf­ur en hafa ekki enn gert gangskör að því. Þetta eru m.a. Belg­ía, Bru­nei, Chile, Hol­lensku An­tilla­eyj­ar, Gíbralt­ar, Liechten­stein, Lúx­em­borg, Mónakó, Singa­púr, Sviss, Bahama, Bermúda og Cayma­n­eyj­ar.

Á þriðja list­an­um eru 40 ríki, sem hafa að mestu upp­fyllt alþjóðleg­ar skatta­upp­lýs­inga­kröf­ur. Á þeim lista eru m.a. Norður­lönd­in öll, Bret­land, Kína, að und­an­skild­um sjálfs­stjórn­ar­svæðum, Frakk­land, Þýska­land, Rúss­land og Banda­rík­in.  

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði þegar hann gerði grein fyr­ir niður­stöðu leiðtoga­fund­ar­ins í Lund­ún­um í dag, að sam­komu­lag væri um að út­rýma skatta­skjól­um sem gæfu ekki upp­lýs­ing­ar þegar eft­ir því væri leitað. „Banka­leynd fortíðar­inn­ar verður að linna," sagði hann. 

Skýrsla OECD um skatta­skjól

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK