Vill að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum

Hætta er á því að íslenskir bankar fái ekki að neinu marki aðgang að erlendri fjármögnun á næstu árum, sem mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) til formanna stjórnmálaflokkanna. SFF leggur áherslu á að fá erlenda kröfuhafa föllnu bankanna með í endurreisnina. Ein leið til að ná slíku væri að þeir eignuðust hlut í bönkunum á móti kröfum sínum.

Samtökin leggja líka áherslu á að hlúa þurfi að endurreisn íslensks verðbréfamarkaðar því hann sé meginforsendan fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Þá vilja samtökin aflétta gjaldeyrishöftum. SFF kallar eftir skýrri aðgerðaáætlun hvað það varðar og býður fram krafta sína.

Á sama tíma þurfi allar aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans að miða að því að langtímajafnvægi komist á gengismál, segir í bréfinu sem Guðjón Friðriksson framkvæmdastjóri SFF kvittar undir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK