VÍS lánaði Sigurði 75 milljónir

Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands.
Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands.

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) lánaði Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, 75 milljónir króna gegn 200 milljóna króna veðtryggingu í sveitasetri hans við Norðurá í Borgarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Erni Gunnarssyni, forstjóra VÍS.

Morgunblaðið sagði í dag frá veðinu og að útgáfudagur þess hafi verið 29. desember 2008.

Tilkynning Guðmundar í heild:

Vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um tryggingabréf í eigu Vátryggingafélags Íslands hf. gagnvart einkahlutafélaginu Veiðilæk ehf. er rétt að eftirfarandi komi fram:

Í frétt Morgunblaðsins er ranglega haldið fram að Veiðilækur ehf. skuldi Vátryggingafélagi Íslands 200 milljónir króna. Hið rétta er að Veiðilækur ehf., sem er félag um jarðeign og húsbyggingu við Norðurá í Borgarfirði, fékk 75 milljón króna lánsfjármögnun frá Vátryggingafélagi Íslands gegn veðtryggingu að fjárhæð 200 milljónir króna. Vátryggingafélag Íslands telur því tryggingar fyrir þessari lánsfjármögnun traustar.

Rétt er að taka fram að fjárfestingar og lánveitingar eru hluti af reglulegri starfsemi vátryggingafélaga, m.a. lánveitingar til fasteignaverkefna gegn tryggum veðum. Um vátryggingaskuld tryggingafélaga gilda reglur Fjármálaeftirlitsins og samsetning eigna tekur mið af því. Um síðustu áramót átti Vátryggingafélag Íslands um 20 milljarða króna í ríkistryggðum skuldabréfum og bankainnstæðum, sem samsvarar nær allri vátryggingaskuld félagsins.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu þá virðir Vátryggingafélag Íslands þá meginreglu að tjá sig ekki um samskipti við einstaka viðskiptavini en hefur fengið heimild Veiðilækjar ehf. til þess að gera undantekningu frá þeirri reglu í ljósi fréttaflutnings Morgunblaðsins.

Virðingarfyllst,

Guðmundur Örn Gunnarsson

Forstjóri

Hús Sigurðar Einarssonar að Veiðilæk.
Hús Sigurðar Einarssonar að Veiðilæk.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK