Vöruskipti hagstæð um 8,3 milljarða

Álverið í Straumsvík. Ál er stór hluti af útflutningi Íslendinga.
Álverið í Straumsvík. Ál er stór hluti af útflutningi Íslendinga.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam útflutningur í mars 34,9 milljörðum króna og innflutningur 26,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Miðað við þetta var  14,6 milljarða afgangur af vöruskptum fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili árið 2008 var 24,7 milljarða króna halli miðað við þáverandi gengi krónunnar.

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og kísiljárns en minna verðmæti útfluttra skipa í mars 2009 miðað við febrúar 2009.

Hvað varðar innflutning séu vísbendingar um minna verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en meira verðmæti innfluttra neysluvara annarra en mat- og drykkjarvara í mars   miðað við febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK