Fasteignasjóðir ætla að greiða háa kaupauka

Höfuðstöðvar Fannie Mae í Washington.
Höfuðstöðvar Fannie Mae í Washington. Reuters

Alls fá yfir 7600 starfsmenn kaupauka á næstu 18 mánuðum og hafa þegar um 50 milljónir dala verið greiddar að því er kemur fram í bréfi, sem bandarísk ríkisstofnun hefur sent Charles Grassley, öldungadeildarþingmanni.

James Lockhart, forstjóri ríkisstofnunarinnar, segir í bréfinu að nauðsynlegt sé að greiða þessa kaupauka til að tryggja að starfsfólkið starfi áfram hjá sjóðunum tveimur.

Bandaríska ríkið hefur kostað til allt að 200 milljörðum dala til að yfirtaka lánasjóðina tvo sem eru með um 40% af öllum fasteignalánum í Bandaríkjunum.

Fyrir skömmu varð mikið uppnám í Bandaríkjunum þegar upplýst var að tryggingafélagið AIG, sem einnig hefur verið þjóðnýtt, væri að greiða um 165 milljónir dala í kaupauka til starfsmanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK