Nýr forstjóri fyrir hádegi

Gunnar Haraldsson stjórnarformaður FME og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gunnar Haraldsson stjórnarformaður FME og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) verður skipaður fyrir hádegi í dag, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu. FME mun birta tilkynningu þess efnis á næstu klukkutímum.

Til stóð að tilkynna um hver fengi starfið í gær. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra svaraði þá fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur um málið í viðskiptanefnd með þeim orðum að „það er ánægja að tilkynna að forstjóri Fjármálaeftirlitsins verður skipaður á næstu klukkutímum." Skipunin tafðist þó af óútskýrðum ástæðum.

Umsækjendurnir eru:

Arnar Bjarnason, hagfræðingur
Arnbjörn Ingimundarson, framkvæmdastjóri
Árni Thoroddsen, kerfisfræðingur
Bolli Héðinsson, MBA
Guðmundur Ásgeirsson, vefforritari
Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri
Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, þjóðréttar- og lögfræðingur
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota
Ingólfur Guðmundsson, útibússtjóri
Jóhann Gunnar Ásgrímsson, viðskiptafræðingur
Jóhann Halldór Albertsson, lögmaður
Magnús Ægir Magnússon, MBA
Már Wolfgang Mixa, sérfræðingur
Tamara Lísa Roesel, verkfræðingur
Sigrún Helgadóttir, MBA
Sigurður Guðjónsson, lögmaður
Vilhelm R. Sigurjónsson, viðskiptafræðingur
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka