Bankastjórar jafnvel látnir fjúka

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, er reiðubúinn til þess að segja upp helstu stjórnendum banka sem þurfa á ríkisaðstoð að halda. Segir hann að stjórnvöld íhugi að víkja framkvæmdastjórnum bankanna frá til þess að tryggja rétt bandarískra skattgreiðenda. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi.

Bandarísk stjórnvöld hafa rekið forstjóra bandaríska bílaframleiðandans General Motors Rick Wagoner. Hafa ýmsir gagnrýnt það að forstjórar og yfirmenn í bandarískum bönkum sem hafa þurft á margvíslegri aðstoð að halda að undanförnu hafi ekki farið sömu leið og Wagoner.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK