Hefja viðræður við Svisslendinga um bankaleynd

Merki svissneska bankans UBS í einu af útibúum hans.
Merki svissneska bankans UBS í einu af útibúum hans. Reuters

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sviss hafa ákveðið að hefja samningaviðræður um breytingar á skattasamningi ríkjanna til að draga úr bankaleynd. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti þetta í kvöld.

Leiðtogar tuttugu helstu efnahagsvelda heims, G20, samþykktu í vikunni sem leið að blása til sóknar gegn skattaskjólum til að stemma stigu við skattaundanskotum. Spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Sviss vegna stórfelldra skattsvika bandarískra auðmanna í tengslum við svissneska bankann UBS.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið sagði að gert væri ráð fyrir því að viðræður ríkjanna tveggja hæfust í Berne í Sviss 28. þessa mánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK