Vilja að Austur-Evrópuríki taki upp evru

Reuter

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill, að aðildarríki Evrópusambandsins í austurhluta Evrópu taki upp evruna án þess að ganga formlega í Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu, sem blaðið Financial Times vitnar til í dag.

Í skýrslunni er lagt til, að ríki á svæðinu, sem hafa lent í efnahagserfiðleikum,  ættu að fá aukaaðild að EMU án þess að fá sæti í stjórn Seðlabanka Evrópu. Með þessu móti muni traust á efnahagskerfi ríkjanna aukist.

Financial Times segir, að andstaða sé við áformin innan aðildarríkja EMU og seðlabankans en þar á bæ vilja menn ekki slá af evrureglum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK