„Millifærslur áttu sér stað milli félaga í samstæðunni. Ýmist var það þannig að Egla skuldaði Kjalari eða Kjalar skuldaði Eglu. Þegar bankarnir hrundu var útistandandi skuld Kjalars við Eglu 4-5 milljarðar og hún er komin upp í þessa tölu núna,“ segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu.
Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningi Eglu kemur fram að félagið á kröfu á Kjalar upp á 7,7 milljarða króna, en bæði félög eru í eigu Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns. Að sögn Kristins verður beiðni um nauðasamningsumleitanir lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag eða á morgun. Ef hún verður ekki samþykkt verður Egla gjaldþrota.
Nanar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.