HB Grandi krafinn um hálfan milljarð

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Viðskiptabankar HB Granda krefja félagið um greiðslu á 484 milljónum króna vegna taps á svokölluðum gjaldmiðlasamningum. Í ársskýrslu félagsins segir að réttara sé að krefja félagið um greiðslu á 258 milljónum króna.

Deilan milli bankanna og sjávarútvegsfyrirtækjanna snýst um það við hvaða gengi íslensku krónunnar eigi að miða þegar þessir samningar eru gerðir upp. Getur það skipt hundruðum milljóna eins og uppgjör HB Granda sýnir. Útgerðarfélög gerðu framvirka gjaldeyrissamninga til að tryggja sig fyrir styrkingu krónunnar.

Orðrétt segir í ársskýrslu HB Granda: „Viðskiptabankar félagsins hafa krafið félagið um uppgjör á framvirkum gjaldmiðlasamningum að fjárhæð 3 milljónir evra og er sú fjárhæð til varúðar færð til skuldar á reikningum félagsins um áramót. Félagið telur þó að m.v. rétt uppgjör sé fjárhæðin 1,6 milljónir evra og hefur þegar greitt hluta hennar í samræmi við það.“

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Landssambands íslenskra útgerðarmanna 31. október síðastliðinn, að tap útgerðarfélaga vegna framvirkra gengissamninga stæði í 25-30 milljörðum króna. Þessa stöðu yrði að leysa og um það stæðu viðræður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK