Tap Alcoa meira en talið var

Frá kauphöllinni í New York.
Frá kauphöllinni í New York. Reuters

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í New York lækkaði í dag eftir að skýrt var frá því að rekstrartap álfyrirtækisins Alcoa, sem rekur álverið í Reyðarfirði, hefði verið meira á fyrsta fjórðungi ársins en búist var við.

Önnur bandarísk stórfyrirtæki birta ársfjórðungsuppgjör sín á næstu dögum og óttast er að þau verði til þess að gengi hlutabréfa lækki frekar.

Skýrt var frá því að tap Alcoa hefði numið 497 milljónum dollara, jafnvirði rúmlega 62 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í tvo ársfjórðunga í röð vegna minnkandi eftirspurnar og lágs álverðs.

Dow Jones-vísitalan lækkaði um 2,34%, Nasdaq um 2,81% og Standard & Poor-vísitalan um 2,39%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK