Funda um stjórnun Byrs

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hald­inn verður op­inn fund­ur um mál­efni Byrs Spari­sjóðs í dag klukk­an fimm á Grand Hót­eli við Gull­teig. Til um­fjöll­un­ar verða viðskipti stjórn­enda og stjórn­ar­manna í sjóðnum frá því viðskipta­bank­arn­ir þrír, Glitn­ir, Kaupþing og Lands­bank­inn, hrundu í byrj­un októ­ber í fyrra.

Þau sem standa að fund­in­um eru Sveinn Mar­geirs­son dr. í iðnaðar­verk­fræði og kona hans, Rakel Gylfa­dótt­ir, en þau eru bæði stofn­fjár­eig­end­ur í Byr. Sveinn seg­ir viðskipti stjórn­enda sjóðsins, eft­ir banka­kerfið hrundi, vera um margt „vafa­söm“, og mik­il­vægt sé fyr­ir stofn­fjár­eig­end­ur að kynna sér þau.

Sett hef­ur verið upp vefsíða, www.verj­um­byr.blog.is, þar sem nán­ari grein er gerð fyr­ir því hvers vegna boðað er til fund­ar­ins og þeim álita­mál­um sem verða til umræðu á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK