Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot

Askar Capital við Suðurlandsbraut
Askar Capital við Suðurlandsbraut mbl.is

Askar Capital hefur sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins um meint brot þriggja fyrrverandi starfsmanna á lögum og verklagsreglum bankans. Brotin varða starfsemi í eigin félagi starfsmannanna án vitneskju bankans og tengjast fjármagnsflutningum fyrir hönd þriðja aðila á tímabilinu frá desember 2008 til mars 2009. Hin meintu brot komu upp við eftirlit regluvarðar, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Um miðjan mars var gengið frá því að allar íslenskar eignir Milestone, sem áður átti Sjóvá, voru settar undir Sjóvá. Um er að ræða eignir fjárfestingarbankans Askar Capital og fjármálafyrirtækisins Avant. Yfirráð yfir Sjóvá færðust síðan undir skilanefnd Glitnis, en bankinn var stærsti lánardrottinn Milestone.

Ef Sjóvá verður selt er ólíklegt að allar þessar eignir fylgi með samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mun líklegra er talið að tryggingareksturinn verði seldur ásamt Avant, sem sérhæfir sig í bílalánum. Aðrar eignir, svo sem fasteignasafn Askar Capital, munu þá mögulega fara til erlendra kröfuhafa Glitnis, að því er fram kom í Morgunblaðinu þann 1. apríl sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka