Hvetja stjórnvöld til að styðja við rekstur Byrs

Sveinn Margeirsson á fundinum á Grand Hóteli í dag. Góður …
Sveinn Margeirsson á fundinum á Grand Hóteli í dag. Góður rómur var gerður að framsögu Sveins, en hann gagnrýndi stjórn Byrs harðlega á fundinum. mbl.is/ Golli

Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði hvetja stjórnvöld til þess að styðja við sparisjóðinn og tryggja að í stjórnendateymi sparisjóðsins verði einungis skipað grandvart og heiðarlegt fólk.

Þetta kemur í ályktun fundar sem haldinn var á Grand Hóteli í dag, en Sveinn Margeirsson, verkfræðingur og stofnfjáreigendi í Byr og Rakel Gylfadótir eiginkona hans boðuðu til fundarins undir yfirskriftinni „Stöndum vörð um Byr sparisjóð."

Ályktunin, sem var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna, er svohljóðandi:

Fundurinn hvetur stjórnvöld til að styðja við rekstur sparisjóðsins og tryggja með því eðlilega þjónustu og samkeppni á fjármálamarkaði Íslendingum öllum til heilla. Jafnframt vill fundurinn af gefnu tilefni hvetja stjórnvöld til að tryggja að í stjórn sparisjóðsins og æðsta stjórnendateymi verði einungis skipað grandvart og heiðarlegt fólk sem tilbúið er að vinna af trúmennsku í þágu fyrirtækisins, án þess að persónulegir hagsmunir viðkomandi eða annarra fyrirtækja þeim tengdum, gangi þar framar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK