Nýttu sér glufur á gjaldeyrisreglum

Þremenningarnir, sem urðu uppvísir  að brotum á gjaldeyrisviðskiptum hjá Askar Capital, nýttu sér þann mismun sem er á gengisskráningu Seðlabanka Íslands og skráðu gengi gjaldmiðla erlendis.

Mennirnir létu nýverið af störfum hjá Askar Capital og komu brot þeirra í ljós eftir það. Engin gjaldeyrisviðskipti hafa verið stunduð hjá bankanum frá því gjaldeyrishöftin voru sett á í lok síðasta árs en brot mannanna voru framin á tímabilinu frá desember 2008 til mars 2009, það er eftir að gjaldeyrishöft voru sett á.

Áður en gjaldeyrishöftin voru hert nýverið tíðkaðist það menn urðu sér úti um íslenskar krónur á mun lægra gengi en gengi Seðlabankans. Dæmi eru um að þeir hafi fengið á þriðja hundrað krónur fyrir hverja evru í stað 161 krónu, sem var opinbert gengi á þeim tíma. Þeir buðu síðan, til að mynda, framleiðendum sjávarafurða að kaupa fiskinn í krónum. Þannig gátu þeir keypt sjávarafurðir á mun lægra verði en eftir hefðbundnum leiðum og seldu hann svo erlendis fyrir evrur, en lækkuðu um leið verðið.

Töluvert var um slík viðskipti, það er að fá sem mest fyrir erlendan gjaldeyri, svo sem evru og Bandaríkjadal, en mögulegt er í gegnum hefðbundin gjaldeyrisviðskipti í gegnum Seðlabanka Íslands.  Oft er um að ræða aðila sem ekki geta fengið jafn mikinn gjaldeyri og þeir vilja vegna þeirra gjaldeyrishafta sem nú eru í gildi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is hefur heldur hefur hægt á viðskiptum sem þessum  eftir að gjaldeyrisreglurnar voru þrengdar.

Það getur verið mun hagstæðara fyrir útflytjendur, eða þá sem eiga slíkan gjaldeyri, að reyna að flytja hann heim með löglegum hætti eða að finna smugur á gjaldeyrislöggjöfinni og græða þannig á muninum á því gengi sem þeir geta fengið erlendis og því gengi sem þeir geta fengið hér á Íslandi í mjög takmörkuðum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði á Íslandi.

Grunur leikur á að þremenningarnir sem störfuðu hjá Askar Capital hafi nýtt sér nafn fyrirtækisins að einhverju leyti án heimildar og vitneskju stjórnenda bankans fyrir þessi viðskipti sín. 

Þegar mennirnir hættu hjá Askar Capital nýverið, þar sem þeir voru að hefja eigin viðskipti í gegnum félag sem þeir höfðu stofnað, kom málið upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að ýmsir viðskiptavinir þremenninganna fóru að hafa samband við Askar Capital. Samkvæmt upplýsingum mbl.is hættu þremenningarnir ekki hjá bankanum fyrr en þeir höfðu komið sér upp drjúgum viðskiptum í gegnum félag sitt fram hjá Askar Capital. 

Eins og fram kom í tilkynningu frá Askar Capital fyrr í morgun hefur bankinn sent málið til Fjármálaeftirlitsins og er það í höndum eftirlitsins að ákveða hvort málinu verði vísað áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka