Bandarísk hlutabréf hækkuðu mikið í verði í dag og er það rakið til jákvæðrar afkomuviðvörunar frá bandaríska bankanum Wells Fargo, sem sagði í dag að útlit væri fyrir 3 milljarða dala hagnað á fyrsta ársfjórðungi.
Hefur þetta vakið vonir hjá fjárfestum um að fjármálakreppan sé brátt á enda.
Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,14% og er 8083 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,89% og er 1652 stig. Gengi bréfa deCODE lækkaði um 2,4% og er 20 sent.