Ódýrasti bíll í heimi á markað

Nano kynntur á bílasýningu í Mumbai fyrr í mánuðinum.
Nano kynntur á bílasýningu í Mumbai fyrr í mánuðinum. Arko Datta

Ódýrasti bíll í heimi er nú kominn á markað í Indlandi. Hann ber heitið Nano og er framleiddur af Tata Motors en hann kostar nýr um 2.000 dollara nýr, eða sem jafngildir um um 240 þúsund krónum miðað við núverandi gengi.

Talsmaður maður fyrirtækisins sem framleiðir bílinn segir í samtali við AFP-fréttastofuna að viðbrögð frá markaðnum hafa verið „ótrúlega hvetjandi og góð“. Bílaiðnaðurinn gengur nú í gegnum mikla lægð vegna heimskreppunnar og hefur bílasala um allan heim hrunið. Forsvarsmenn Tata Motors, stærsta bílaframleiðanda Indlands, telja mikinn markað vera fyrir bílinn samt sem áður. Ekki síst vegna þess að hann er beinlínis hugsaður fyrir þann hóp sami hafi lítið á milli handanna.

Bíllinn þykir góður til notkunar í borgum þar sem hann er lítill og sparneytinn. Hámarkshraði hans er um 105 kílómetrar á klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK