Vonarglæta í bandarísku efnahagslífi

Barack Obama og Ben Bernanke, seðlabankastjóri, í Hvíta húsinu í …
Barack Obama og Ben Bernanke, seðlabankastjóri, í Hvíta húsinu í dag. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að vonarglæta væri farin að sjást í bandarísku efnahagslífi þrátt fyrir að enn væru miklir erfiðleikar framundan. Þá gaf forsetinn til kynna að væntanlegar væru frekari aðgerðir til að að örva efnahagslífið.

Obama hélt blaðamannafund eftir að hafa setið á fundi með helstu efnahagsráðgjöfum sínum í Hvíta húsinu, þar á meðal Timothy Geithner, fjármálaráðherra, Larry Summers, efnahagsráðgjafa og Ben Bernanke, seðlabankastjóra. 

Obama sagði, að aukinn fjöldi fasteignaeigenda hefði að undanförnu verið að endurfjármagna fasteignalán sín. Þá væru lítil fyrirtæki farin að fá lánafyrirgreiðslu.

Á móti kæmi mikið atvinnuleysi, sem mældist 8,5% í mars og ýmsir erfiðleikar væru sjáanlegir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK