New Frontier Bank, einn stærsti bankinn í Colorado í Bandaríkjunum, lýsti yfir gjaldþroti í gærkvöldi. Er þetta 23. bankinn, sem hlýtur þau örlög í Bandaríkjunum frá því í janúar.
Gjaldþrotið mun kosta tryggingasjóð innlána í Bandaríkjunum 670 milljónir dala, jafnvirði 85 millarða íslenskra króna.
Enginn bandarískur banki varð gjaldþrota á árunum 2005 og 2006. Þrír hættu starfsemi árið 2007 og 25 árið 2008.