Mikill hagnaður hjá Goldman Sachs

Höfuðstöðvar Goldman Sachs að 85 Broad Street í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs að 85 Broad Street í New York. Reuters

Hagnaður af rekstri bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs nam 1,81 milljarði dala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Bankinn boðaði í kvöld umfangsmikið hlutafjárútboð með það að markmiði að endurgreiða lán, sem hann hefur fengið frá bandarískum stjórnvöldum á síðustu mánuðum.

Hagnaður á hlut nam 3,39 dölum en sérfræðingar höfðu spáð 1,33 dala hagnaði á hlut. 

Tap á rekstri bankans nam 2,12 milljörðum dala á síðasta fjórðungi ársins 2008. 

Goldman Sachs tilkynnti einnig í kvöld, að áformað væri að selja 5 milljarða dala nýtt hlutafé til geta endurgreitt opinbera styrki. Bankinn fékk 10 milljarða dala frá bandarískum stjórnvöldum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK