Hagnaður af rekstri bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs nam 1,81 milljarði dala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Bankinn boðaði í kvöld umfangsmikið hlutafjárútboð með það að markmiði að endurgreiða lán, sem hann hefur fengið frá bandarískum stjórnvöldum á síðustu mánuðum.
Hagnaður á hlut nam 3,39 dölum en sérfræðingar höfðu spáð 1,33 dala hagnaði á hlut.
Tap á rekstri bankans nam 2,12 milljörðum dala á síðasta fjórðungi ársins 2008.
Goldman Sachs tilkynnti einnig í kvöld, að áformað væri að selja 5 milljarða dala nýtt hlutafé til geta endurgreitt opinbera styrki. Bankinn fékk 10 milljarða dala frá bandarískum stjórnvöldum.