Hollenskir sparifjáreigendur leita réttar síns

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Hópur hollenskra sparifjáreigenda, alls 469 talsins, hefur ritað forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, bréf þar sem fram kemur að svo virðist sem það hafi „gleymst" við setningu neyðarlaganna á síðasta ári að þær tryggingar sem stjórnvöld hafa  skuldbundið sig til þess að greiða innlendum innistæðueigendum hjá Landsbankanum gildi einnig fyrir viðskiptavini bankans í Hollandi. Allir eiga þeir yfir 100 þúsund evrur á Icesave-reikningum.
 
Segir í bréfinu að þeir séu allir viðskiptavinir Landsbankans þar sem bankinn hafi einungis rekið útibú í Hollandi ekki banka. Þar  er vísað til samningsins um evrópska efnahagssvæðið þar sem bann er lagt við mismunun milli eigenda innlánsreikninga. Íslendingar hafi undirritað samkomulagið og beri skylda til að uppfylla skilyrði EES-samningsins hvað varðar innlánsreikninga Landsbankans.

Segjast Hollendingarnir vera fórnarlömb Icesave- málsins. Þar sem bresk stjórnvöld hafi heitið því að allir innistæðueigendur fái innistæður sínar endurgreiddar þá hafi hollensk stjórnvöld einungis tryggt innistæður upp að 100 þúsund evrum.  Fer hópurinn því fram á það við forsætisráðherra að þessi misskilningur verði leystur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK