Segir samdrátt á undanhaldi

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Reuters

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, segir að merki séu komin fram um að það sé farið að draga úr hinum mikla samdrætti sem verið hefur í bandarísku efnahagslífi. Aðstæður séu enn erfiðar en undirstöðurna séu hins vegar góðar. Bloomberg greinir frá þessu.

Bernanke segist í grundvallaratriðum vera bjartsýnn á stöðuna í efnahagslífinu. Vandamálin séu ekki það stór framundan að þau sé ekki hægt að leysa, en hins vegar muni þurfa þolinmæði til þess. Þá sé frum skilyrði að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrr fari hjólin ekki að snúast að fullu að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK