Deilt um uppskiptingu Rem Offshore

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarmaður í Rem Offshore
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarmaður í Rem Offshore

Hluthafar norska fyrirtækisins Rem Offshore deila nú um fyrirhugaða uppskiptingu félagsins í tvö félög. Eigendur tæplega 90% hlutafjár í félaginu vilja skipta félaginu á milli sín en eigendur minnihluta hlutafjár eru ósáttir við þessa fyrirætlan meirihlutans.  Meðal hluthafa er Kaldbakur, fjárfestingarfélag í eigu Samherja, og samkvæmt frétt Dagens Næringsliv íhugar Kaldbakur að leita til Kauphallarinnar í Ósló vegna uppskiptingu félagsins í tvö félög sem samþykkt var á stjórnarfundi fyrr í vikunni.

Aðaleigendur Rem Offshore ætla sér að skipta félaginuá milli sín en þeir eru Solstad Offshore sem á um 48,7% hlut og félög í eigu Åge Remøy, stofnanda Rem, sem á 39,9% í Rem en samanlagt eiga  félögin 88,6% hlut. Rem Offshore rekur þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn, í Norðursjó og víðar.

Samkvæmt frétt DN telur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að uppskiptingin rýri verðgildi félagsins og greiddi hann atkvæði gegn uppskiptingunni en hann situr í stjórn Rem Offshore. 

Samkvæmt DN á Kaldbakur að hafa fengið tilboð hlut sinn í Rem fyrir fimm vikum síðan upp á 51,50 norskar krónur á hlut. Hafnaði Kaldbakur tilboðinu en síðustu viðskipti með félagið voru á 55 krónur á hlut í norsku kauphöllinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK