Álbirgðir í sögulegu hámarki

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Hreinn Magnússon

Álbirgðir í heiminum hafa aukist um nærri 50% það sem af er þessu ári og þær eru enn að aukast. Þetta skýrist af mjög dræmri eftirspurn að því er fram kemur í greiningu fyrirtækisins IFS Greining á stöðunni á álmarkaðinum.

Segir IFS Greining að ekki sé útlit fyrir að spurn eftir áli í heiminum aukist fyrr en í fyrsta lagi undir lok þessa árs. Til að birgðasöfnun minnki sé því ljóst að framleiðendur þurfi enn að draga úr framleiðslu en talið sé að álframleiðendur hafi dregið gramleiðslu saman um 15% að.

Þá segir í greiningu IFS að þær miklu birgðir sem til séu í dag muni að væntanlega halda aftur af mögulegum verðhækkunum á áli á næstu mánuðum. Einnig sé ljóst að stærstum hluti álvera í heiminum sé rekinn með tapi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK