Ein vonarglæta í svartnættinu

Fjármálaráðuneytið segir, að þróun efnahagslífsins hafi verið talsvert neikvæð að undanförnu: Sóraukið atvinnuleysi, gengisfall krónunnar, mikil hækkun verðlags og samdráttur í kaupmætti heimilanna. Í þessu svartnætti felist þó einn vonarneisti sem tengist sveigjanleika raunlauna.

Raunlaun hafa lækkað um tæp 10% í febrúar 2009 frá sama mánuði á fyrra ári, sem er meiri lækkun en sést hefur í a.m.k. tvo áratugi. Fjármálaráðuneytið segir í vefriti sínu, að þótt slík þróun sé ekki þægileg sé á henni önnur vel ekkt hlið í hagsögu Íslendinga, sú að þegar illa árar hafi gengi krónunnar átt það til að falla og verðbólga að aukast. En þegar nafnlaun hækka minna en verðlag eða alls ekki, leiði það til þess að raunlaunin falla og eftirsóknaverðara verður að ráða fólk til vinnu.

„Slíkt á sérstaklega við í atvinnugreinum sem framleiða til útflutnings eða eru í samkeppni við innflutning þar sem samkeppnisstaða þeirra hefur batnað mikið í erlendum gjaldmiðli talið. Við núverandi aðstæður er mikilvægt að endurreisn bankakerfisins gangi hratt og vel fyrir sig svo að fyrirtæki sem sjá sér hag í að taka lán til að auka starfsemina fái möguleika til þess. Þegar það fer að gerast munu hjól efnahagslífsins taka að hreyfast hraðar á ný. Þá er viðbúið að atvinnuleysið taki að minnka og nafnlaun að hækka á ný," segir fjármálaráðuneytið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK