MP banki opnar heimabanka fyrir vikulok

MP BANKI mun hleypa af stokkunum heimabanka í dag eða á morgun. Þar með mun bankinn hefja að fullu innreið sína inn á viðskiptabankamarkaðinn. Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP banka, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið.

MP banki festi kaup á útibúaneti SPRON og netbankanum nb.is í lok mars fyrir 800 milljónir króna. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins (FME) en sú afgreiðsla hefur dregist mjög á langinn. Því er enn óljóst hvort og þá hvenær útibú SPRON munu opnast að nýju.

Styrmir segir að FME hafi leitað eftir umsögn frá Seðlabanka Íslands um málið og verið sé að bíða eftir því svari. „Við töldum að þetta myndi skýrast í dag eða í gær [innsk. blaðam. þriðjudag eða miðvikudag] en höfum það á tilfinningunni að Seðlabankinn muni gefa sér þann tíma sem hann telur sig þurfa til að útbúa sína umsögn. Í millitíðinni ætlum við að fara af stað með okkar eigin heimabanka. Það mun gerast fyrir vikulok. Svo munum við sjá hvenær niðurstaða fæst í þessi kaup. Við verðum mögulega með einhverja millileiki í millitíðinni.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK