Sala á Actavis lögð til hliðar

Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Actavis, og Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri.
Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Actavis, og Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri sölu á Actavis. Ástæðan er dræmar viðtökur hugsanlegra kaupenda þar sem uppsett verð upp á 5 milljarða evra, jafnvirði um 840 milljarða íslenskra króna, þykir of hátt, að því er segir í frétt Bloomberg-fréttastofunnar.

Actavis er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Frá því var greint í febrúarmánuði síðastliðnum að Actavis væri til sölu. Þá kom fram að vonast væri eftir því að allt að sex milljarðar evra fáist fyrir samheitalyfjafyrirtækið.

Segir í frétt Bloomberg að hugsanlega verði aftur reynt að selja Actavis síðar á árinu, þegar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa lagast. Þá kemur fram að Björgólfur Thor þurfi um 5 milljarða evra fyrir félagið, til að geta staðið skil á skuldum vegna þess.

Megin vandamálið eru skuldirnar, segir Leslie Itgen, greinandi hjá Bankhaus Lampe bankanum í Frankfúrt í samtali við Bloomberg. Hins vegar segir hann fyrirtækið vera gott.

Í frétt Bloomberg kemur fram að lyfjafyrirtækin Teva, Sanofi og Watson þyki hugsanlega hafa áhuga á kaupum á Actavis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka