Talsverðar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun. Krónan veiktist í upphafi en hefur síðan styrkst og er gengisvísitalan nú 220 stig líkt og lokagildi hennar var í gær. Rekja sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði þetta til þess að Seðlabanki Íslands hefur átt viðskipti undanfarna daga á gjaldeyrismarkaði og virðist vilja að forðast frekari veikingu krónunnar.
Gengi Bandaríkjadals er 127,19 krónur, evran 167,30 krónur, pundið 189,4 krónur og danska krónan 22,46 krónur.