Samdrátturinn í heiminum mun að öllum líkindum vara í óvenju langan tíma. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðunni nú. Sjóðurinn segir hins vegar að aukin innspýting stjórnvalda á fjármagni inn í efnahagslífið geti flýtt fyrir því að hjólin fari að snúast á nýjan leik af fullum þunga.
Í frétt BBC-fréttastofunnar segir að samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóði standi „hefðbundin“ kreppa í afmörkuðu hagkerfi að jafnaði yfir í um það bil eitt ár. Það taki hins vegar að jafnaði um fimm ár fyrir efnahagslífið að ná sér upp úr kreppunni. Samdráttur í neyslu vinni þá oft á móti samdrættinum, þar sem almenningur haldi að sér höndum á flestum sviðum. Þá segir í skýrslunni að þegar kreppa nær til hagkerfa eins og nú megi gera ráð fyrir að kreppan standi yfir um einu og hálfu ári lengur en ella, eða að jafnaði í um tvö og hálft ár.