Eignir Kaupþings duga fyrir Edge

Jóhanna Sigurðardóttir á ársfundi Seðlabankans í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir á ársfundi Seðlabankans í dag. mbl.is/Ómar

Nú liggur fyrir að eignir Kaupþings eru nægar til að gera upp við þýska innstæðueigendur sem áttu fé inni á Kaupthing-Edge netreikningunum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tilkynnti þetta í framsögu sinni á ársfundi Seðlabanka Íslands rétt í þessu. Sagði hún þessa niðurstöðu vera mikið ánægjuefni.

Jóhanna sagði að heildarskuldir ríkisins yrðu nálægt 1.100 milljörðum króna í árslok 2009, en á móti kæmu miklar eignir. Neikvæð staða ríkissjóðs verði því um 150 milljarðar króna í lok árs 2009 ef spár ganga eftir. Hún varaði þó við því að brúttóskuldir ríkisins yrðu háar til skamms tíma vegna Icesave-skuldarinnar og vaxtagreiðslur háar.

Jóhanna sagði einnig, að eitt meginviðfangsefni stjórnvalda á næstu mánuðum og misserum sé að endurheimta traust.  Afar mikilvægt sé að Íslendingum takist að leysa Icesave-málið og ná hagstæðum samningum við erlend ríki sem hyggist veita okkur lánafyrirgreiðslu.

„Niðurstaðan hefur áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og fólksins í landinu til frambúðar. Þetta er því eitt af stærstu viðfangsefnum okkar stjórnmálamanna, viðfangsefni sem því miður var áður of lengi frestað og ýtt á undan sér. Á því hefur orðið mikil breytingu, þessi mál hafa nú verið tekin markvissum og traustum tökum."

Ræða Jóhönnu í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK