Eignir Kaupþings duga fyrir Edge

Jóhanna Sigurðardóttir á ársfundi Seðlabankans í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir á ársfundi Seðlabankans í dag. mbl.is/Ómar

Nú ligg­ur fyr­ir að eign­ir Kaupþings eru næg­ar til að gera upp við þýska inn­stæðueig­end­ur sem áttu fé inni á Kaupt­hing-Edge net­reikn­ing­un­um. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra til­kynnti þetta í fram­sögu sinni á árs­fundi Seðlabanka Íslands rétt í þessu. Sagði hún þessa niður­stöðu vera mikið ánægju­efni.

Jó­hanna sagði að heild­ar­skuld­ir rík­is­ins yrðu ná­lægt 1.100 millj­örðum króna í árs­lok 2009, en á móti kæmu mikl­ar eign­ir. Nei­kvæð staða rík­is­sjóðs verði því um 150 millj­arðar króna í lok árs 2009 ef spár ganga eft­ir. Hún varaði þó við því að brúttóskuld­ir rík­is­ins yrðu háar til skamms tíma vegna Ices­a­ve-skuld­ar­inn­ar og vaxta­greiðslur háar.

Jó­hanna sagði einnig, að eitt meg­in­viðfangs­efni stjórn­valda á næstu mánuðum og miss­er­um sé að end­ur­heimta traust.  Afar mik­il­vægt sé að Íslend­ing­um tak­ist að leysa Ices­a­ve-málið og ná hag­stæðum samn­ing­um við er­lend ríki sem hygg­ist veita okk­ur lána­fyr­ir­greiðslu.

„Niðurstaðan hef­ur áhrif á skulda­stöðu þjóðarbús­ins og fólks­ins í land­inu til fram­búðar. Þetta er því eitt af stærstu viðfangs­efn­um okk­ar stjórn­mála­manna, viðfangs­efni sem því miður var áður of lengi frestað og ýtt á und­an sér. Á því hef­ur orðið mik­il breyt­ingu, þessi mál hafa nú verið tek­in mark­viss­um og traust­um tök­um."

Ræða Jó­hönnu í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK