Nýja Kaupþing hafði betur

Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson. Kristinn Ingvarsson

MP Banki er hætt­ur við kaup á úti­búa­neti SPRON, sam­kvæmt frétt Stöðvar 2 í kvöld. Mar­geir Pét­urs­son, stjórn­ar­formaður MP, seg­ir að Kaupþing hafi unnið orr­ust­una um SPRON.

Mar­geir sagði að MP Banki hafi opnað sinn eig­in net­banka und­ir sín­um merkj­um. Þeir treysti sér ekki til að bíða leng­ur eft­ir samþykki fyr­ir sölu á úti­búa­neti SPRON. „Við get­um gert þetta allt sam­an sjálf­ir og sparað okk­ur kaup­verðið,“ sagði Mar­geir. Sem kunn­ugt er bauð MP Banki 800 millj­ón­ir króna fyr­ir úti­bú SPRON.

Mar­geir sagði enn­frem­ur við Stöð 2 að Nýja Kaupþingi hafi tek­ist að tefja málið og því haft bet­ur í orr­ust­unni um SPRON. Hins veg­ar sé MP Banki staðráðinn í að koma inn á viðskipta­bankaþjón­ustu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK