Samþykkt að fækka ráðuneytum

Jóhanna Sigurðardóttir á ársfundi Seðlabankans.
Jóhanna Sigurðardóttir á ársfundi Seðlabankans. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að sameina ráðuneyti og verkefni sem snúa að íslensku fjármálakerfi. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á aðalfundi Seðlabanka Íslands sem nú stendur yfir.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var einnig ákveðið  að setja á fót nefnd sem mun kanna samstarf Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME) með mögulega sameiningu í huga.

Einnig var því beint til Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, að breyta lögum um innstæðutrygginga og að taka þátt í frekari umræðu á Evrópuvísu um framtíð innstæðutryggingakerfa.

Ræða Jóhönnu í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK