Seðlabanki Íslands tapaði 8,6 milljörðum króna á árinu 2008 þrátt fyrir að hreinar rekstrartekjur hans hafi aukist. Þetta kom fram í kynningu á ársskýrslu hans, en ársfundur Seðlabankans stendur yfir. Tap bankans nam 1,2 milljörðum króna á árinu 2007.
Skýring tapsins er sögð liggja í því að stöðustærðir sem vextir reiknast af hafi lækkað mikið á milli ára. Heildareignir Seðlabankans voru 1.200 milljarðar króna í árslok 2008. Til samanburðar námu heildareignir bankans í árslok 2007 alls 500 milljörðum króna.
Þá hækkuðu erlendar skuldir bankans um 240 milljarða króna á árinu 2008. Þar munar mestu um fyrsta hluta láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.